Skip to content

Hvernig getum við hjálpað

Ferill Tellus er græn leið við eyðingu gagna sem stuðlar að minni sóun auðlinda og lækkar kolefnisspor fyrirtækja.

Eyðing gagna

Við eyðingu gagna hjá Tellus er notast við vottaðar aðferðir og viðurkenndan hugbúnað.

Endurnýting

Endurnotkun tölvu og tæknibúnaðar stuðlar að sjálfbærri auðlindanýtingu, þar sem tryggt að hlutir og efni halda verðmæti sínu og notagildi eins lengi og mögulegt er. Dýrmæt hráefni eru unnin, varðveitt og endurnýtt.

Endurvinnsla

Átt tölvu eða rafeindatæki sem þú hefur ekki not fyrir lengur?
Búnaður sem berst til Tellus og ekki er hæfur til endurnýtingar er fundinn farvegur til endurvinnslu.

Hvaða búnaði tekur Tellus við?

Tölvur og tölvutengdur búnaður á sér farveg innan hringrásarhagkerfisins.

Við hjálpum þér og þínu fyrirtæki að tryggja tölvubúnaði framhaldslíf

Tellus er framsækið fyrirtæki sem sérhæfir sig í öruggri eyðingu tölvugagna og grænum lausnum fyrir fyrirtæki og stofnanir við meðhöndlun á úreldum tölvu og rafbúnaði.  Tölvum og jaðarbúnaði tengdum tölvum er komið aftur í hringrásarhagkerfið til að takmarka kolefnisspor afsetningar á búnaði eins og hægt er.

Vottuð eyðing gagna með Certus hugbúnaði

Tellus er viðskiptafélagi Certus Software, eina gagnaeyðingarþjónustuveitandans í ESB. Hugbúnaðurinn er vottaður samkvæmt National Cyber Security Center (NCSC) og Common Criteria EAL3+. Þetta er sem stendur hæsti öryggisstaðall sem viðurkenndur er í ESB fyrir eyðingu gagna. Það fer eftir ytri eða innri reglugerðum, til dæmis persónuverndarlöggjafar GDPR, hægt er að velja á milli 21 mismunandi eyðingaraðferðum til að vinna eftir. Tellus notast við staðlaðar yfirskriftarsamskiptareglur sjálfgefið. Hægt er að beita öðrum aðferðum við eyðingu gagna eftir þörfum viðskiptavina og samkomulagi.

Vottaðar aðferðir og hugbúnaður notaðar við eyðingu gagna

Certus hugbúnaður uppfyllir ítrustu kröfur sem eru í gildi til eyðingar á viðkvæmum gögnum á öruggan hátt, eftir eyðingu gagna er útgefið stafrænt dulkóðað eyðingarvottorð.

GDPR lögin krefjast þess að notandi þurfi að hafa möguleika á að láta eyða persónuupplýsingum og fá skriflega sönnun fyrir því. Rétturinn til eyðingar er einnig þekktur sem „rétturinn til að gleymast“.

NIST SP 800-88 Leiðbeiningar um gagnahreinsun veitir fyrirtækjum leiðbeiningar um hvernig eigi að eyða gagnaupplýsingum úr minni tölvubúnaðar og farsímum á öruggan og varanlegan hátt.

Vinnum saman og tryggjum ábyrga nýtingu á auðlindum jarðar.